HaardeMIS

Linkur gekk manna á milli um daginn með frétt af einhverri hommafréttasíðu af (því sem þá var) mögulega verðandi forsætisráðherranum okkar. Við tókum eftir því að fráfarandi forsætisráðherra er skemmtilega MISnefndur af netfréttamönnunum hýru:

haardemis

Svo skemmtilega vill til að í tungumáli klámmyndanna, þýsku, stendur orðið „geil“ fyrir „graður. Spurning hvort fréttamaðurinn þurfi kannski aðeins að fara að slaka á í typpavídeóunum þegar orðaforðinn þaðan er farinn að lauma sér út í skrifin hans...

b


Best fyrir MIS

Fann þessa Trópífernu inni í eldhúsi .. Veit ekki meir:

tropimis

Eflaust eru góðar skýringar fyrir þessu, og ég efast ekki um að Trópíinn hafi verið í lagi fyrst fernan stóð tóm á eldhúsbekknum, en þetta lítur ekki vel út..

b


MerkjaMIS

DV átti gott MIS í byrjun vikunnar. Eru að tala um einhvern kall, og aðallega bílinn hans, sem er ekinn á fimmta hundrað þúsund kílómetra. Því miður barst okkur ekki nema myndin með greininni, en MIS-ið kom fyrir aftur fyrstu málsgrein sjálfrar greinarinnar.

mazdamis

Bíllinn mjög greinilega Honda, en uppnefndur í tvígang (þótt aðeins annað sjáist á þessari mynd) Mazda. Gott MIS hjá DV

b


ÚtsöluMIS

Rákumst á þetta á okursíðunni hjá Dr.Gunna og fannst við þurfa að taka þetta fyrir líka, þar sem þetta er hressilegt MIS:

ikeamis1

500 kr í afslátt af 150+ þúsund króna vöru .. geðveikt tilboð !

ikeamis2

Þá er þetta aðeins skárra, nær þó heilu prósenti!

b


SmáauglýsingaMIS

Smáauglýsingar eru, eins og við höfum minnst á, skemmtileg uppspretta MIS. Og þar sem smáauglýsingaMIS eru ódýr, ferðast þau gjarnan saman í hópum:

Ég myndi ekki láta fyrirtækið „Úlfurinn“ sjá um bókhaldið hjá mér:

ulfur1

Og þó að nafnið sé ekki traustvekjandi þá er heldur ekki traustvekjandi að sjá aðalatvinnugreinina þeirra í næsta dálki við hliðina sem er að selja timbur:

ulfur2

Svo höfum við málarameistara sem uppfyllir hinstu óskir fólks. Ef að ég væri að deyja þá myndi mín síðasta ósk ekki vera að láta mála íbúðina mína.

malari

B


Lauflétt MYS

Í brekkunum ofan Húsavíkur eru greinilega ekki skíðalyftur:

volsungur

...á Húsavík eru liftur. Eins ódýrt og það gerist, en býsna gott, því þetta er nú orðið 10 daga gamalt og enginn hefur fyrir því að leiðrétta villuna (geymdum myndina til að fylgjast með hvort einhver lagaði þetta). Kannski enginn skoði heimasíðu Völsungs nema vefstjórinn og svo aðilinn sem fann MIS-ið.

b


MerkjaMIS

Mikil þjöppun hefur orðið á sælgætismarkaðnum undanfarin ár .. Nói Siríus og Opal eru sama batterýið .. Góa og Linda, og, síðast en ekki síst, Freyja og Móna, sem framleiða þetta hérna:

mona

Ekkert að samþjöppun og hagræðingu, svo lengi sem allavega tveir aðilar eru á markaðnum í  samkeppni hvor við annan.. en að setja eitt merki utan á umbúðirnar, en þrykkja annað í vöruna er hins vegar MIS.

b


Visir.MIS

Netmiðlarnir eru yfirleitt fyrstir með fréttirnar, en fyrr má nú aldeilis vera:

visirmis

Fyrst birt rúmum sólarhring áður en atburðurinn átti sér stað. Vel af sér vikið!

b


SlettuMIS

Rákumst á þetta í verslunarleiðangri um daginn. Svo rótgróið MIS að sennilega spá fæstir í það.. Það sem upprunnið er frá Mexíkó er kallað Mexíkóskt á íslensku, en í Norðurlandamálum er talað um „Mexikansk“. Þegar þessar umbúðir voru íslenskaðar voru menn eitthvað að flýta sér:

toro

Slettur í vörumerkjum geta verið töff, svo ég leyfi mér sjálfur að sletta, sbr. Egils Mix eða Stjörnusnakk .. en að taka norska heitið og láta sér nægja að breyta A í Ö er ekki hipp eða kúl og eiginlega bara ekkert annað en MIS, ekki nema það sé eyja einhvers staðar á Karabíska hafinu sem heitir Mexíkana...

b


BassaMIS

Hljóðfæraverslunin Gítarinn er að selja ansi áhugaverða vöru:

bassamis

Bandalaus bassi .. sem samt er tuttuguogfjögurra banda? Ósýnileg bönd þá, eða? Bandvitlaust held ég bara ...

b


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband