Veljum íslenskt MIS

Á þessum síðustu og verstu er mikið talað um að velja íslenskt, enda innlend framleiðsla atvinnuskapandi. Eitthvað er fólk að þrasa um hve mikið af vörunni þarf að vera framleitt hér til að hægt sé að kalla hana íslenska. Það veit t.d. hver heilvita maður að hér eru engar grænar baunir ræktaðar, samt eru ORA grænar baunir voðalega íslenskar, enda fluttar inn þurrkaðar og soðnar niður hér. Það vitum við líka að íslenskt hugvit ætti ekki að þurfa að drýgja með innfluttu dóti, og að því snýst MIS dagsins.

islmisheil

100 íslenskar ballöður á 5-diska setti. Örugglega góð kaup fyrir þá sem áhuga hafa á slíku.. en lítum aðeins nánar:

islmis

Ekki bara er verið að nota erlend lög með íslenskum texta, heldur er ekkert verið að fela það heldur, fyrsta lag á diski eitt er nefnilega lagið Walk Away Renee eftir hljómsveitina The Left Banke, bara með íslenskum leirburði fyrir texta og sungið af Bo. Í fljótu bragði sé ég, bara á þessu litla myndbroti, tvö önnur sem ég veit fyrir víst að eru innflutt, og guð má vita hve mörg af þeim sem ég þekki ekki eru þýdd. Lag númer 4 er ítalskt, heitir á frummálinu Non ho l'età, og lag nr. 12 er meistarastykkið Wind of Change eftir þýsku hljómsveitina Scorpions.

Spurningin er samt, liggur MIS-ið hjá útgefanda disksins, eða eru íslenskir tónlistarmenn bara of latir til að semja tónlist frá grunni ?

Bara svona af því það er svo gaman að leggjast í rannsóknarvinnu og leyfa öðrum að njóta, þá fylgir hér upptaka af Walk Away Renee með smá heimilislegu vínilsnarki í kaupbæti.

b


TappaMIS

Rákumst á þetta í hillu verslunar í bænum:

drykkjarmis

Tubsi eða Pepsorg? MISborg er kannski nær lagi

b


BílastæðaMIS

Þessi hefur sennilega gleymt að setja skiptinguna í P áður en hann fór inn að versla:

sskmis

Svo er maður að bölva fólkinu sem kann ekki að leggja samsíða...

b

 


SmáauglýsingaMIS

Smáauglýsingabunki hérna. Byrjum rólega. Innsláttarvillur eru tæpast MIS sem eru þess virði að minnast á, þangað til úr verður nýtt (og fyndnara) orð:

smaauglbortennis

Bortennis er íþrótt sem mig langar að sjá .. tveir gaurar að slá bolta yfir net með borvél. Hljómar eilítið hættulega líka...

Önnur klaufaleg villa. Væntanlega bastarður að leita að föður sínum, ekki nema einhver hafi týnt sminkdollunni sinni og vilji að hún hringi heim:

smaauglfardi

Næsti, gjörið svo vel:

smaauglkjolar

Við fyrstu sín ósköp venjuleg smáauglýsing .. samt er svo mörgum spurningum ósvarað .. „10-12 stúlkur“ .. verður maður þá að panta kjóla á allan bekkinn í einu? .. svo eru auglýstir kjólar á „10-12 stúlkur“ í fyrirsögn, en prjónað eftir pöntunum á börn og fullorðna í auglýsingunni. Sennilega hefur auglýsandinn bara verið búinn með einum (eða tveimur) of marga kaffibolla þegar auglýsingin var sett inn...

Talandi um að auglýsa eftir að hafa drukkið of mikið kaffi:

smaauglgeymsla

3 orð .. eða öllu heldur 3 stafir, W T F !? .. 15m^2 geymsluskúr hentar vel. Punktur .. Ha? Við Laugaveg (skílagötum) .. hvað í andskotanum er skílagötum ? Leigan nær bílastæði. Aftur segi ég bara WTF?!

Og að lokum.. smá Hafnarfjarðarbrandari:

smaauglhfj

50+ NÝJAR ÍBÚÐIR Í HAFNARFIRÐI (samt bara þrjár)... Ekki það að mig myndi vanta nema eina, en fyrirsögnin bendir til þess að það séu talsvert fleiri í boði en segir svo í meginmáli textans. Frekar MIS.

b


NafnaMIS

Visir.is eina ferðina enn með MIS. Það fer að líða að því að VísisMIS verði sett inn í hollum eins og smáauglýsingaMIS

nafnamis

Afsakið stærðina. Þorðum ekki að smækka myndina meira af ótta við að letur yrði ólæsilegt fyrir einhverja.

b


LekaMIS

Ekki nóg með það að ekkert skuli ganga upp hjá Blackburn í úrvalsdeildinni, heldur eru fjölmiðlar farnir að spá leka á heimavelli þeirra:

ewoodleki

Ódýrt en gott.

b


SmáauglýsingaMIS

Tvö nett hérna:

Fyrst er það viðskiptafræðingurinn sem er að bjóða fólki aðstoð með skattframtölin, en ekki alveg klár á því hvernig á að skrifa það. Og það koma ekki ein, heldur tvær MIS útgáfur af orðinu skattframtal.

smaauglskattur

Svo er einn hérna sem er að leita sér að ódýru píanói. Tekur fram tvisvar að hann vilji ódýrt, en setur þó upp lágmarksverð, en ekkert hámark:

smaauglpiano

Kannski á þetta að vera svona, en frá mér séð virkar þetta hálf MIS..

b


HeimsmeistaraMIS

Úr frétt á Vísi um umsóknir hinna og þessara þjóða um að halda HM í fótbolta 2018 og 2022:

hmmis

Spáið í álagi á aumingja fótboltamennina, að þurfa að ferðast hálfan hnöttinn milli leikja! Þar er sennilega komin skýringin á öllum þessu óvæntu úrslitum á HM 2002.

b


MIS mánaðarins - janúar 2009

Nú er MISbloggið búið að vera í loftinu í næstum því mánuð, og mörg góð MIS hafa komið inn nú þegar. Minni á MISmailið, mis.blog.is@gmail.com . Janúarmánuður er liðinn, og því er kominn tími á fyrsta MIS mánaðarins. Eins og ég sagði, þá hafa okkur borist mörg góð MIS það sem af er, en fátt toppar það þegar einhver skrifar nafnið sitt vitlaust, svo verðlaunin fyrir MIS janúarmánaðar fær verslunarkeðjan Nóatún, eða Nótatún eins og þeir kalla sig í þessari auglýsingu:

noatunmis

Sjá upprunalegu færsluna hér.

b


FrostMIS

Hagkaup selur ódýra frostna ávexti .. nuff said:

frostnir

Ódýrt en gott MIS á mánudegi.

b


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband