19.1.2009 | 22:14
Einn bolla af MIS?
Mis dagsins kemur úr Hagkaupum .. eitthvað sem þeir kalla Cabbucino:
Ég sé alveg fyrir mér samtöl starfsfólksins: ertu búinn að fara í kabbi? .. eigum við að skreppa á kabbihús eftir vinnu? Afar klaufalegt, þótt þetta sé svo sem ekkert Nótatún...
b
18.1.2009 | 22:50
RuslpóstMIS
Svo sem ekki Íslendingur sem er að MIS hér, en mér fannst þetta of fyndið til að sýna ekki umheiminum... Yfirleitt eru typpastækkunaremail bara þreytandi, sérstaklega þegar það fer orðið meiri tími í að eyða þeim en fer í að lesa restina af póstinum, og því hressandi tilbreyting að geta hlegið að þessu:
Er verið að auglýsa typpastækkun eða ávöxtunarreikninga? Hvað eru stutt penní? Mörgum spurningum ósvarað, en ég held ég leyfi þeim bara að vera þannig, löngun mín til að komast að því vegur ekki þyngra en traust mitt til vírusvarnarinnar. Er samt að spá í að taka þetta MIS út í slangrið, og fara að kalla Djásnið klink .. mörg bjánalegri heiti til yfir þetta ágæta verkfæri...
b
17.1.2009 | 18:49
PrentaraMIS
Mogginn að brillera núna .. veit eiginlega ekki hvað skal segja .. klúðra fyrirsögninni með óþarfa bandstriki í fyrsta orðinu svo hún lengist um heila línu og rennur ofan í textann..
Nærmynd:
b
16.1.2009 | 19:11
Annað eintöluMIS
Pizza er algengur föstudags- og laugardagsmatur á heimilum landsmanna. Samkeppni er hörð í þeim bransanum sem og öðrum og keppast pizzastaðirnir við að laða til sín viðskiptavini með hinum og þessum tilboðum. Þessi heilsíðuauglýsing frá Papinos birtist í blöðunum fyrir helgina:
Zoom in á MIS-ið:
Bara eitt álegg á stórri pizzu? Svona sjáum við það fyrir okkur:
Reikna með að á barnmörgum heimilum sé mikið rifist um þetta eina álegg. Svo finnst sumum Dominos vera nískir á hvað þeir setja af hverri áleggstegund á pizzurnar ....
b
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 20:34
SmáauglýsingaMIS
Smáauglýsingar geta verið kapituli út af fyrir sig, enda hvaða Pétur og Pálína sem er sem semja þær og þær birtar í fjölmiðlum án leiðréttinga, og ef um er að ræða auglýsingar á Netinu, án þess að nokkur önnur mannshönd komi þar nálægt. Þar sem smáauglýsingaMIS eru svo ódýr, þá fáiði tvö í einu:
Ónotað rúmteppi? Ég sé ekki betur en að það sé í notkun þegar myndin er tekin... Ekki skemmir verðið fyrir, aðeins 12 þúsund þúsund, eða á mannamáli, 12 milljónir!
Þarna hefur einhver verið búinn með tveimur (eða einum....) of marga kaffibolla áður en hann skrifaði auglýsinguna.
b
Spaugilegt | Breytt 16.1.2009 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 23:30
MálfræðiMIS
MIS dagsins er lítið og létt, enda bara miðvikudagur. Rákumst á þessa auglýsingu frá EXÓ húsgögnum í einhverju dagblaðanna:
Flott augýsing? En tékkið þetta:
EXÓ-menn sváfu greinilega yfir sig morguninn sem kennt var um orð sem ekki þekkjast í fleirtölu, og hafa svo sem fleiri ákveðið að kúra lengur þann morguninn, því þessi villa er glettilega algeng. Hvetjum við samt öll fólk til að skella sér í EXÓ, því þar má gera gott kaup á gömlu verðunum.
b
13.1.2009 | 16:25
NóaMIS
Auglýsingabæklingar eru endalaus uppspretta MIS að því er virðist.. Sérstaklega í harðri samkeppni eins og er í matvöruverslun, þar sem fyrirtæki þurfa að gubba út mörgum auglýsingum í viku hverri til að hvetja okkur til að fara þangað frekar en hitt, eiga villurnar auðvelt með að slæðast með. Nóatún voru fyrir skemmstu að senda frá sér einn slíkan, og sjáiði þetta, þetta er ekkert nema stórglæsilegt:
Er ekki sagt að eigið nafn gildi einn heilan á prófi, nái maður að krota það rétt á blaðið? Hvað sem því líður, þá er það ekkert nema klassaMIS að senda frá sér auglýsingu með rangt stafsettu nafni!
b
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 23:54
LandafræðiMIS
Gömul opna í Vikunni.. nokkrir einstaklingar spurðir hver sé þeirra eftirlætisstaður í Reykjavík, eins og sjá má hér ef maður rýnir vel í gegnum fókusleysisþokuna:
Sjá má Erp Eyvindarson þarna á síðunni vinstra megin, sjáum hvað hann hefur að segja:
Erpur fellur með stæl á landafræðiprófinu, þar sem hans eftirlætisstaður í Reykjavík er Grótta á Seltjarnarnesi. Þar hafiði það krakkar, það er víst betra að eyða skólaárunum í kennslustofunni, frekar en úti kastandi Mólotovkokkteilum í erlend sendiráð.
Afsakið myndgæðin, tekið með stafrænni myndavél þar sem skanni var ekki tiltækur.
b
11.1.2009 | 20:55
SvampMIS
Krónan sendi út auglýsingabækling fyrir helgina. Auglýsa m.a. pizzu með mynd af Svampi Sveinssyni á kassanum:
Ég verð bara að segja vel MIS-að, að setja nafn á vöru inn á mynd af henni (með nafninu vel læsilegu) og stafsetja það vitlaust! Bravó!
b
9.1.2009 | 22:34
NáttúrufræðiMIS
Vitiði af hverju ísbirnir éta ekki mörgæsir??
...einn gamall og góður, en hefur greinilega ekki heyrst hjá útstillingadeild Vífilfells:
Maggi mörgæs og Voði gamli, hressir saman á kæjanum, jafnvel þótt hátt í 20 þúsund kílómetrar skilji þá að dagsdaglega...
b