Veljum íslenskt MIS

Á þessum síðustu og verstu er mikið talað um að velja íslenskt, enda innlend framleiðsla atvinnuskapandi. Eitthvað er fólk að þrasa um hve mikið af vörunni þarf að vera framleitt hér til að hægt sé að kalla hana íslenska. Það veit t.d. hver heilvita maður að hér eru engar grænar baunir ræktaðar, samt eru ORA grænar baunir voðalega íslenskar, enda fluttar inn þurrkaðar og soðnar niður hér. Það vitum við líka að íslenskt hugvit ætti ekki að þurfa að drýgja með innfluttu dóti, og að því snýst MIS dagsins.

islmisheil

100 íslenskar ballöður á 5-diska setti. Örugglega góð kaup fyrir þá sem áhuga hafa á slíku.. en lítum aðeins nánar:

islmis

Ekki bara er verið að nota erlend lög með íslenskum texta, heldur er ekkert verið að fela það heldur, fyrsta lag á diski eitt er nefnilega lagið Walk Away Renee eftir hljómsveitina The Left Banke, bara með íslenskum leirburði fyrir texta og sungið af Bo. Í fljótu bragði sé ég, bara á þessu litla myndbroti, tvö önnur sem ég veit fyrir víst að eru innflutt, og guð má vita hve mörg af þeim sem ég þekki ekki eru þýdd. Lag númer 4 er ítalskt, heitir á frummálinu Non ho l'età, og lag nr. 12 er meistarastykkið Wind of Change eftir þýsku hljómsveitina Scorpions.

Spurningin er samt, liggur MIS-ið hjá útgefanda disksins, eða eru íslenskir tónlistarmenn bara of latir til að semja tónlist frá grunni ?

Bara svona af því það er svo gaman að leggjast í rannsóknarvinnu og leyfa öðrum að njóta, þá fylgir hér upptaka af Walk Away Renee með smá heimilislegu vínilsnarki í kaupbæti.

b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband