8.2.2009 | 23:57
SmáauglýsingaMIS
Smáauglýsingabunki hérna. Byrjum rólega. Innsláttarvillur eru tæpast MIS sem eru þess virði að minnast á, þangað til úr verður nýtt (og fyndnara) orð:
Bortennis er íþrótt sem mig langar að sjá .. tveir gaurar að slá bolta yfir net með borvél. Hljómar eilítið hættulega líka...
Önnur klaufaleg villa. Væntanlega bastarður að leita að föður sínum, ekki nema einhver hafi týnt sminkdollunni sinni og vilji að hún hringi heim:
Næsti, gjörið svo vel:
Við fyrstu sín ósköp venjuleg smáauglýsing .. samt er svo mörgum spurningum ósvarað .. 10-12 stúlkur .. verður maður þá að panta kjóla á allan bekkinn í einu? .. svo eru auglýstir kjólar á 10-12 stúlkur í fyrirsögn, en prjónað eftir pöntunum á börn og fullorðna í auglýsingunni. Sennilega hefur auglýsandinn bara verið búinn með einum (eða tveimur) of marga kaffibolla þegar auglýsingin var sett inn...
Talandi um að auglýsa eftir að hafa drukkið of mikið kaffi:
3 orð .. eða öllu heldur 3 stafir, W T F !? .. 15m^2 geymsluskúr hentar vel. Punktur .. Ha? Við Laugaveg (skílagötum) .. hvað í andskotanum er skílagötum ? Leigan nær bílastæði. Aftur segi ég bara WTF?!
Og að lokum.. smá Hafnarfjarðarbrandari:
50+ NÝJAR ÍBÚÐIR Í HAFNARFIRÐI (samt bara þrjár)... Ekki það að mig myndi vanta nema eina, en fyrirsögnin bendir til þess að það séu talsvert fleiri í boði en segir svo í meginmáli textans. Frekar MIS.
b
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.