Færsluflokkur: Spaugilegt

Af hverju ekki auglýsing með zero MIS ?

Bónusauglýsing í Fréttblaðinu:

zeromis

Alltaf klassi að skrifa orðið vitlaust þegar þú ert með það svona beint fyrir framan þig ...

b


Veðurstofuvegsmis?

Heitir gatan spurningarmerki?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég sé strax fyrir mér samtal:

A: Er þetta nálægt Veðurstofuvegi??
B: Já þú ferð framhjá Öskjuhlíðinni!,  í áttina að Veðurstofuvegi? og endar svo upp í Efstaleiti# og þar finnur þú Neðstaleiti$.

B


MIS-coverup

MIS-bloggið er búið að uppgötva samsæri til að breiða yfir MIS. Á kortavef ja.is, sé hann stilltur á loftmynd, lítur Smáralindin svona út:

coverup

En heppilegt að byggingin skuli skiptast svona í tvennt á milli tveggja myndatakna þ.a. MIS lögun byggingarinnar sést ekki greinilega...

b


Ekki-MIS

Dr. Gunni á það til að birta stöku ekki-okur á okurblogginu, svo hví ekki að koma af og til með hluti sem virka svo sýrðir að hægt er að hlæja að þeim þótt þeir séu ekki MIS. Hér er eitt svoleiðis:

ekkimis flotbryggja

Kannski er ég bara svona mikið borgarbarn, en mér fannst flotbryggja afskaplega fyndinn hlutur til að sjá auglýstan í smáauglýsingum á Netinu. Þar sem ekki er um að ræða MIS er auglýsingin látin flakka með símanúmeri og án mis.blog.is slóðarinnar í horninu.

b


TungumálaMIS

Nenni ekki að taka mynd af þessu þar sem það er hvort eð er um að ræða frétt um MIS, ekki MIS í fréttinni sem búast má við að verði leiðrétt síðar:

MBL: Frétt af pólskum „umferðarníðing“

Vel MIS-að hjá írsku löggunni.

b


SmáauglýsingaMIS

Þá er komið að nýjum smáauglýsingaskammti.

smaauglulpa

Brettaúlpa .. 15 þúsund ný, en ef hún er „sem ný“ þá kostar hún 59 þúsund .. þætti gaman að vita hvers sviti er svo dýrmætur að hann fjórfaldar verðmæti úlpunnar..

smaauglstoll

Skrifborðsstóll með sölu .. þarna er mynd, en bíddu rólegur .. ekki bara er þetta ekki mynd af stólnum sjálfum, heldur allt öðruvísi stól .. hver er þá tilgangurinn með myndinni ?

fjarstbilamis

Mjög mikilvægt að hægt sé að skipta um bekk í fjarstýrða bílnum .. svona þegar allir farþegarnir eru búnir að slíta áklæðinu um of!

b


Visir.MIS

Klaufalega orðuð fyrirsögn:

vaendismis

Ég var allavega alveg að sjá fyrir mér hóp af gleðikonum að mótmæla því að ein þeirra hafi verið handtekin eða eitthvað.

b


StjörnustríðsMIS

Hagkaup að auglýsa öskudagsbúninga .. í hvaða helli ætli ljósmyndarinn og auglýsingahönnuðurinn hafi verið að chilla saman undanfarin ár?

starwarsmis

Ótrúlega klaufalegt.. Ætli þeir bjóði líka upp á bleikar Bart Simpson grímur?

b


TímaskekkjuMIS

Frétt úr slúðurhorninu á mbl.is:

6manmis

Sex mánuðum eftir sex mánaða hjónaband, já ..  Voru þau þá gift skv. lögum í ár, en ekki búin að búa saman síðasta hálfa árið ? Það má lesa það út úr þessari setningu, en dagsetningin sem fylgir á eftir sýnir svo ekki sé um villst að hér er um að ræða fljótfærnisMIS hjá blaðamanni.

b


KreppugrínMIS

Stundum er auðvelt að sjá í gegnum fingur sér með innsláttarvillur, sérstaklega þegar amatörar eru að blogga eða búa til smáauglýsingar. En þegar menn eru að eyða lengri tíma í Photoshop, þá verða áberandi villur mjög vandræðalegar. Einhverjir grínistar eru að „shoppa“ íslenska stjórnmálaleiðtoga inn á þekkt kvikmyndaplaköt til að létta mönnum lundina í kreppunni. Oftast fyndið, en menn verða að vanda sig:

govermentmis

Hvað er eitt N milli vina, sérstaklega þegar það er bætt upp með auka C á næstu mynd:

bankcruptmis

Pínu klaufalegt að senda frá sér svona ljótar villur þegar svona vel hefur verið vandað til verks.

b


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband